Innlent

Birgitta segir að inngrip stóriðjufyrirtækja á faglega umfjöllun ekki eiga að líðast

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Píratinn vitnaði í færslu Ketils Sigurjónssonar orkubloggara sem í gær skrifaði sína síðustu færslu um orkumál.
Píratinn vitnaði í færslu Ketils Sigurjónssonar orkubloggara sem í gær skrifaði sína síðustu færslu um orkumál. Vísir/Valli
„Hvar er þetta nýja Ísland sem átti að rísa upp úr öskustónni?“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Mér sýnist að við séum komin á nánast nákvæmlega sama stað á svo mörgum sviðum og fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka ótt og títt og ég get ekki orða bundist.“

Birgitta vitnaði svo í færslu Ketils Sigurjónssonar orkubloggara sem í gær skrifaði sína síðustu færslu um orkumál. Hann sagðist hætta vegna þess að hafa verið varaður við því að Norðurál ætlaði í herferð gegn honum og hans málflutningi. 

Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum.

Birgitta sagði að þetta ætti að líðast. „Inngrip stóriðjufyrirtækja á faglegar umfjallanir sem þeim hugnast ekki á ekki að líðast nú sem áður,“ sagði hún. „Og ég skora á þingmenn að beita sér fyrir því að hér fái að ríkja samfélag þar sem opin umræða fær að vera í friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×