NBA: Curry með 27 stig og sigur á 28 ára afmælisdaginn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85 NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira