Kosning Bændasamtakanna um búvörusamninga framlengd um viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 20:34 Niðurstöður úr kosningunni fást viku síðar en áætlað var í upphafi. vísir/stefán Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna. Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56
Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09
Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31