Kosning Bændasamtakanna um búvörusamninga framlengd um viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 20:34 Niðurstöður úr kosningunni fást viku síðar en áætlað var í upphafi. vísir/stefán Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna. Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56
Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09
Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31