Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 15:58 Eins og sjá má er landið illa farið á leiðinni niður á Sólheimasand. mynd/benedikt bragason og Magnús Már Byron „Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira