Ingibjörg Sólrún: Forystumaður í Landsdómsmálinu telur sig vel fallinn til flokksforystu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 17:37 Magnús Orri Schram og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vísir/Stefán „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00
Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30