Daníel Jónsson knapi sagðist ágætlega sáttur við sýningu á hesti sínum Þór frá Votumýri í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi. Með þessu orðum var Daníel heldur betur hógvær, en að lokinni forkeppni reyndist hann vera efstur með 7.30 í einkunn.
Sýningu Daníels má sjá á meðfylgjandi myndbandi.
Baráttan í A-úrslitinum var síðan mjög hörð og atti Daníel einkum kappi við Huldu Gústafsdóttur á Birki frá Vatni og Árna Björn Pálsson á Oddi frá Breiðholti í Flóa. Svo fór að Daníel endaði í öðru sæti með 7.21 í lokaeinkunn aðeins 5 kommum lægri en Árni Björn sem fór með sigur af hólmi. Hulda Gústafsdóttir varð þriðja.
Frekari úrslit er hægt að finna á meistaradeild.is.
