„Áhugafólk um hönnun fær sömuleiðis tækifæri til að sjá og finna áhugaverða hönnun víðsvegar um borgina.“

"Við leggjum áherslu á svokallað "slow fashion eða "sustainable fashion." Mikil vinna er lögð í hverja flík og markmiðið að hún endist sem lengst. Þá reynum við að vera eins umhverfisvæn og kostur er. Við vöndum okkur við val á efnum og gerum miklar kröfur til samstarfsaðila okkar. Þá erum við sífellt að hanna og þróa sniðin með það að markmiði að þau fari konum sem allra best," útskýrir Björg.
Í versluninni er lögð áhersla á tímalausan fatnað og fylgihluti sem er hægt er að nota við hin ýmsu tilefni. „Ég er undir miklum áhrifum frá íslenskri náttúru og elska andstæðurnar í landslaginu og litunum og ber hönnunin þess merki. Ég hanna á sjálfstæðar nútímakonur og vil að þeim líði vel í fötunum og líti sem allra best út.“
Að sögn Bjargar eru vor- og sumarvörurnar að byrja að detta í hús og frá og með vorinu mun haustlínan bætast við jöfnum höndum „Við erum að sjálfsögðu með opið í Bankastræti 11 alla helgina hlökkum til að sjá sem flesta. Þá bendum við áhugasömum á að kíkja á spaks.is auk þess sem við erum á facebook og instagram.
Áhugafólk um hönnun getur forvitnast um haust- og vetrarlínuna á hér.