Söngvari AC/DC heyrnarlaus vegna mótorsports Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 15:13 Brian Johnson á keppnisbrautinni. Aflýsa hefur þurft yfirstandandi tónleikaröð hljómsveitarinnar AC/DC vegna þess að söngvari hljómsveitarinnar, Brian Johnson, er orðinn svo gott sem heyrnarlaus. Ástæða þess er ekki sú að hann standi á sviðinu með þessari háværu hljómsveit. Nei, það er vegna þess að hann keppir í mótorsporti og þar er hávaðinn mun meiri. Johnson hefur reyndar þjáðst af heyrnarskorti frá því árið 2014 og læknir hans hefur eindregið ráðlagt honum að taka ekki þátt í hljómleikaferðalögum hljómsveitarinnar frá því þá. Johnson hefur viðurkennt að ástæða heyrnarskerðingarinnar sé sú að hann hafi setið í keppnisbílum án eyrnarhlífa alltof lengi. Tónlist hljómsveitarinnar eigi í raun engan þátt í heyrnarskerðingunni. Johnson hefur dregið sig frá hljómleikahaldi og hefur mörgum fyrirhuguðum hljómleikum AC/DC í Bandaríkjunum nú verið aflýst vegna þess. Læknir Johnson hefur bent honum á að ef hann gerði það ekki ætti hann á hættu að missa algerlega heyrnina. Johnson hefur verið söngvari AC/DC frá árinu 1980. Til greina kemur hjá AC/DC að fá gestasöngvara í stað Johnson og halda áfram tónliekaferðalagi sínu. Johnson hefur oft tekið þátt í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og mörgum góðgerðarkappökstrum og hann á margan flottan bílinn. Meðal þeirra er Ferrari 458 og Bentley sem notaður var í James Bond mynd og fullt af öðrum glæsikerrum. Hann kom oft í heimsókn í Top Gear þáttunum, enda algjör gírhaus!Brian Johnson í góðgerðarkappakstri.Brian Johnson í heimsókn hjá Jeremy Clarkson i Top Gear þáttunum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent
Aflýsa hefur þurft yfirstandandi tónleikaröð hljómsveitarinnar AC/DC vegna þess að söngvari hljómsveitarinnar, Brian Johnson, er orðinn svo gott sem heyrnarlaus. Ástæða þess er ekki sú að hann standi á sviðinu með þessari háværu hljómsveit. Nei, það er vegna þess að hann keppir í mótorsporti og þar er hávaðinn mun meiri. Johnson hefur reyndar þjáðst af heyrnarskorti frá því árið 2014 og læknir hans hefur eindregið ráðlagt honum að taka ekki þátt í hljómleikaferðalögum hljómsveitarinnar frá því þá. Johnson hefur viðurkennt að ástæða heyrnarskerðingarinnar sé sú að hann hafi setið í keppnisbílum án eyrnarhlífa alltof lengi. Tónlist hljómsveitarinnar eigi í raun engan þátt í heyrnarskerðingunni. Johnson hefur dregið sig frá hljómleikahaldi og hefur mörgum fyrirhuguðum hljómleikum AC/DC í Bandaríkjunum nú verið aflýst vegna þess. Læknir Johnson hefur bent honum á að ef hann gerði það ekki ætti hann á hættu að missa algerlega heyrnina. Johnson hefur verið söngvari AC/DC frá árinu 1980. Til greina kemur hjá AC/DC að fá gestasöngvara í stað Johnson og halda áfram tónliekaferðalagi sínu. Johnson hefur oft tekið þátt í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og mörgum góðgerðarkappökstrum og hann á margan flottan bílinn. Meðal þeirra er Ferrari 458 og Bentley sem notaður var í James Bond mynd og fullt af öðrum glæsikerrum. Hann kom oft í heimsókn í Top Gear þáttunum, enda algjör gírhaus!Brian Johnson í góðgerðarkappakstri.Brian Johnson í heimsókn hjá Jeremy Clarkson i Top Gear þáttunum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent