Margir eiga eftir að ákveða sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir hefur yfirburðastuðning í embætti forseta Íslands. Séra Vigfús Bjarni Albertsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa einnig forskot á aðra. Afar stór hluti svarenda vill ekki taka afstöðu. „Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira