Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Bjarki Ármannsson skrifar 29. mars 2016 13:30 „Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Birtir upplýsingar um fjármál sín: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að sömu skilyrði gildi um frambjóðendur flokksins í efstu sætum og þingmenn hans um að gera opinber fjárhagsleg tengsl.“ Svo segir í grein Tímans, sem gefinn var út sérstaklega af Framsóknarflokknum fyrir Alþingiskosningarnar árið 2009 og fylgdi með Fréttablaðinu. Á forsíðu blaðsins var frétt um fjárframlög til flokksins, sem og fjárhagsleg tengsl þingmanna hans. Í hliðardálki eru taldar upp upplýsingar um hagsmunatengsl Sigmundar en þar er þess hvergi getið að hann sé skráður fyrir félaginu Wintris á Bresku Jómfrúareyjum. Það var þó tilfellið, samkvæmt þeim upplýsingum sem Sigmundur hefur gefið upp um félagið frá því að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, greindi frá tilvist félagsins í Facebook-færslu á dögunum í kjölfar fyrirspurna frá fjölmiðlum.Í færslu á bloggsíðu sinni á páskadag segir Sigmundur að frá árinu 2007 og þar til skráð eignarhald var lagfært hjá umsýslufélagi Wintris „síðla árs 2009“ hafi þau hjónin bæði verið skráð fyrir félaginu. Það hafi verið fyrirkomulag sem Landsbankinn lagði til og þau ekki „hugsað sérstaklega út í.“ Þau hafi þó leiðrétt skráninguna þegar þeim var bent á þetta af nýju umsýslufyrirtæki.Upplýsingar um fjárhag Sigmundar á forsíðu Tímans, þar sem meðal annars er tekið fram að hann eigi helmingshlut í Menningu ehf., félagi um verkefni á sviði skipulagshagfræði sem hvorki hefur tekjur né gjöld, náðu þannig ekki yfir hlut Sigmundar í félagi sem skráð var á aflandseyjum og lýsti 523 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Í greininni á forsíðu Tímans segir að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir „opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum“ með því að greina frá heildarframlögum lögaðila til flokksins. Jómfrúarmálið svokallaða hefur aftur á móti vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðu og almennings þar sem enginn vissi um þessi hagsmunatengsl Sigmundar og konu, hvorki flokksmenn hans né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. Sigmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið rétt fyrir páska að hann hefði ekki talið „siðferðislega rétt“ að greina frá tilvist félagsins Wintris fyrr en þau hjónin gerðu. Wintris heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005.
Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda