Körfubolti

Lakers niðurlægðir af Utah | Stærsta tap í sögu félagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryant skaut eintómum púðurskotum í sínum síðasta leik í Utah.
Bryant skaut eintómum púðurskotum í sínum síðasta leik í Utah. vísir/afp
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í Utah í nótt þegar heimamenn rústuðu Los Angeles Lakers, 123-75, í NBA-deildinni körfubolta.

Þetta var ekki aðeins stærsta tap Lakers á tímabilinu heldur einnig jöfnun á stærsta tapi í 69 ára sögu félagsins.

Lakers tapaði einnig með 48 stigum fyrir nágrönnunum í Clippers 6. mars 2014. Lokatölur í þeim leik 142-94, Clippers í vil.

Bryant, sem leggur skóna á hilluna að tímabilinu loknu, tók ekki þátt í leiknum fyrir tveimur árum vegna meiðsla en tapið í nótt var það stærsta sem hann hefur mátt þola á 20 ára ferli sínum í NBA.

Bryant fann sig ekki í leiknum í nótt, frekar en aðrir leikmenn Lakers. Bryant skoraði aðeins fimm stig og klúðraði 10 af 11 skotum sínum utan af velli.

Lakers hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og einungis unnið 15 af 74 leikjum sínum, sem gerir 20,3% sigurhlutfall. Aðeins Philadelphia er með verri árangur en 76ers hefur aðeins unnið níu leiki í vetur.

Utah jafnaði hins vegar metið yfir stærsta sigur í sögu félagsins í nótt en liðið hefur unnið 37 leiki á tímabilinu og er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×