Körfubolti

Fyrrverandi leikmaður Lakers býr sig undir heimsendi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morrison varð tvisvar NBA-meistari með Los Angeles Lakers.
Morrison varð tvisvar NBA-meistari með Los Angeles Lakers. vísir/getty
Íþróttamenn taka sér ýmislegt fyrir hendur eftir að ferlinum lýkur. Margir fara út í þjálfun eða starfa við fjölmiðla. En körfuboltamaðurinn Adam Morrison fór allt aðra leið. Hann er nefnilega á fullu að búa sig undir heimsendi.

Kyle Wiltjer, leikmaður Gonzaga háskólans í Washington sem Morrison lék eitt sinn með, greindi frá þessu í hlaðvarpinu Pardon My Take.

Samkvæmt Wiltjer hefur Morrison, sem lék með Charlotte Bobcats og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, miklar áhyggjur af ástandinu í heiminum og er með samsæriskenningar á heilanum.

Og Morrison er búinn undir það að allt fari á versta veg. Hann ku vera búinn að koma sér upp neðanjarðarbyrgi sem er búið öllum helstu nauðsynjum, þ.á.m. niðursoðnum mat og skotvopnum.

Wiltjer viðurkennir reyndar að hann hafi aldrei séð neðanjarðarbyrgið hans Morrison en sagan er engu að síðu góð. Og ef hún reynist sönn er Morrison allavega tilbúinn fyrir dómsdag, hvenær svo sem hann kemur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×