Guardian: Framlag Bjarna Fel til íslensks fótbolta það mikilvægasta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 12:43 Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil. vísir/hag Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti