Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 20:45 Vísir/getty Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira