Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 16:26 Börkur Birgisson sést hér yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands fyrr í vetur. Vísir Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00