Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Ingvar Haraldsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði ráðgjafarhóp um afnám hafta. vísir/anton brink Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Panama-skjölin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Panama-skjölin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira