Beinin segja mikla sögu Birta Björnsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:30 Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala. Fornminjar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala.
Fornminjar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira