Michelle Rodriguez á 320 km hraða í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 14:29 Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Frægasta kvenpersóna Fast & Furious myndanna er þokkadísin Michelle Rodriguez, en nú er einmitt verið að mynda áttundu slíka myndina hér á landi með þátttöku hennar. Um daginn nýtti Jaguar sér frægð hennar til auglýsinga og lét hana aka Jaguar F-TYPE SVR, hraðskreiðasta framleiðslubíl Jaguar til þessa, í eyðimörkinni í Nevada. Þar má finna þráðbeina rennislétta vegi sem tilvalið er að nota ef aka skal á 320 km hraða, eða 200 mílur. Það er einmitt það sem Michelle gerði og hafði hún aðstoðarmann frá Jaguar sér við hlið. Og þá er líka vissara að fá veginum lokað fyrir annarri umferð, sem einmitt var gert. Michelle hafði aldrei áður ekið svo hratt á bíl þó svo oft sé greitt farið við tökur Fast & Furious myndunum. Sjá má akstur þokkadísarinnar hér að ofan og ekki síst gleði hennar eftirá við að ná þessum mikla hraða.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent