Yngsti meðlimur MisFit Athletics teymisins frá upphafi Guðrún Ansnes skrifar 11. apríl 2016 11:38 Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir „Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira