Metsala bíla í Bretlandi í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 12:25 Tvær kynslóðir Mini bíla. mini.com Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent