Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:58 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. vísir/daníel Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45