Hreinsitækni fær tvo nýja götusópa Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:19 Björn afhendir Lárusi sópana tvo. hreinsitækni Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana. Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana.
Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent