Ssangyong til Bandaríkjanna árið 2019? Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:15 SsanYong XLV á bílasýningu. Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent
Forstjóri S-kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2019. Ssangyong er fjórði stærsti bílaframleiðandi S-Kóreu og bílar Ssangyong hafa verið til sölu hérlendis hjá Bílabúð Benna og er Musso jeppi Ssangyoung líklega þekktasti bíll þeirra hér á landi. Ssangyong leggur í bílaflóru sinni mikla áherslu á jeppa og jepplinga og rýmar það vel við mikla eftirspurn eftir slíkum bílum í heiminum, ekki síst vestanhafs. Forstjóri Ssangyong sagði að sala bíla í Bandaríkjunum gæti haft úrslitaáhrif á framtíð fyrirtækisins, góður árangur þar gæti fært því nýtt líf en fjarvera á þeim markaði gæti ráðið fyrirtækinu að fullu. Ssangyong er nú í eigu bílaframleiðandans Mahindra á Indlandi og bjargaði Mahindra Ssangyong frá gjaldþroti árið 2011 með kaupum á félaginu. Forstjóri Mahindra hefur ekki úttalað sig um áhugann á Bandaríkjamarkaði og fremur talað um Kína sem lykilmarkað, en þar hefur þó hægst mjög á bílasölu á meðan vöxturinn hefur verið mikill í Bandaríkjunum. Stærsti útflutningsmarkaður Ssangyong hefur verið í Rússlandi undanfarin ár en salan þar hefur minnkað mjög á síðustu árum og gert Ssangyong erfitt um vik að undanförnu.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent