Buick Avista senuþjófurinn verður ekki framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 16:15 Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent