Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fylgist með mótmælunum út um glugga á Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00