Undrast skort á uppgjöri Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Nokkuð var um frammíköll á þingfundi í gær, aðallega undir ræðum forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu þó ekki í pontu til að verja ráðherra ríkisstjórnarinnar. vísir/Stefán „Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda