Innlent

Vantrauststillagan komin fram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stjórnarandstaðan vill ríkisstjórnina frá.
Stjórnarandstaðan vill ríkisstjórnina frá. Fréttablaðið/Vilhelm
Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar en flutningsmenn tillögunnar eru þau Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Birgitta Jónsdóttir.

Tillagan er í tveimur liðum og hljóðar svo:

„Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans.

Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þingkosninga svo fljótt sem við verður komið.“

Ekki liggur fyrir hvenær tillagan verður tekið fyrir og þá liggur heldur ekki fyrir hvort greidd verði atkvæði um tillöguna í heild eða hvorn lið fyrir sig.

Þingfundur hófst á Alþingi nú klukkan 15. Þingmenn ræða nú fundarstjórn forseta þar sem þeir lýsa furðu sinni á því að ekki sé á dagskrá þingsins að ræða það sem kalla má mál málanna, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjunum.

Óundirbúinn fyrirspurnatími á svo að taka við og þar situr Sigmundur Davíð fyrir svörum.


Tengdar fréttir

Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna

Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×