Volvo S60 Polestar er 367 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 10:26 Volvo S60 Polestar og V60 Polestar. Ný 2107 árgerð af kraftaútgáfu Volvo S60 og V60 bílanna tapar tveimur strokkum frá síðustu gerð hans. Hann verður samt öflugri en forverinn og skartar heilum 367 hestöflum með einungis 2,0 lítra og fjögurra strokka vél. Forverinn var með 6 strokka vél sem var 345 hestöfl. Nýja gerðin af S60 er aðeins 4,4 sekúndur í hundraðið og V60 gerðin 4,5 sekúndur. Það er þremur tíundu úr sekúndu betri tími en ná mátti á forveranum. Volvo S60 og V60 má einnig fá sem tengiltvinnbíl sem fær Drive-E nafn í enda nafnsins og þeir eru 302 hestafla og því alls engir letingjar heldur. Sjálfskiptingin í Polestar bílunum er nú orðin 8 gíra en var 6 gíra áður. Volvo framleiðir ekki svo margar Polestar bíla á hverju ári, en í fyrra voru þeir aðeins 750. Volvo ætlar þó að tvöfalda framleiðsluna í ár og því verða 1.500 bílar til skiptanna. Volvo S60 og V60 Polestar bílarnir eru ekki alveg ókeypis og til dæmis kostaði S60 Polestar 60.640 dollara í Bandaríkjunum í fyrra og V60 Polestar 62.240 dollara. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Ný 2107 árgerð af kraftaútgáfu Volvo S60 og V60 bílanna tapar tveimur strokkum frá síðustu gerð hans. Hann verður samt öflugri en forverinn og skartar heilum 367 hestöflum með einungis 2,0 lítra og fjögurra strokka vél. Forverinn var með 6 strokka vél sem var 345 hestöfl. Nýja gerðin af S60 er aðeins 4,4 sekúndur í hundraðið og V60 gerðin 4,5 sekúndur. Það er þremur tíundu úr sekúndu betri tími en ná mátti á forveranum. Volvo S60 og V60 má einnig fá sem tengiltvinnbíl sem fær Drive-E nafn í enda nafnsins og þeir eru 302 hestafla og því alls engir letingjar heldur. Sjálfskiptingin í Polestar bílunum er nú orðin 8 gíra en var 6 gíra áður. Volvo framleiðir ekki svo margar Polestar bíla á hverju ári, en í fyrra voru þeir aðeins 750. Volvo ætlar þó að tvöfalda framleiðsluna í ár og því verða 1.500 bílar til skiptanna. Volvo S60 og V60 Polestar bílarnir eru ekki alveg ókeypis og til dæmis kostaði S60 Polestar 60.640 dollara í Bandaríkjunum í fyrra og V60 Polestar 62.240 dollara.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent