Bjarni mætir ekki á þingfund í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er fastur í Bandaríkjunum og mætir því ekki á þingfund í dag. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48