Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 14:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15