Blikastelpur unnu Evrópumeistarana 5-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 13:56 Lið Breiðabliks eftir stórsigurinn í dag. Mynd/Halldór Arnarsson Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43