Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Tilkynnt var um átta alvarlegar aukaverkanir á síðasta ári. Sjúklingar geta sjálfir sent inn tilkynningu um aukaverkun á heimasíðu Lyfjastofnunar. vísir/vilhelm Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Rafrettur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Í svari Lyfjastofnunar varðandi það umhvaða lyf var að ræða, kemur fram að tilkynnt var um heilablóðfall og blóðtappa hjá konu sem tók getnaðarvarnarhormón, lífshættulegt ástand hjá sjúklingi sem tók hjartasjúkdómalyf og nýrnabilun hjá sjúklingi sem tók bólgueyðandi lyf og gigtarlyf. Ennfremur hafði einstaklingur misst tímabundið mátt í útlimum í kjölfar bólusetningar og lífshætta skapaðist eftir að konu var gefið legherpandi lyf í tengslum við fæðingu, barnið fæddist með merki fósturstreitu en jafnaði sig að fullu. Jafnframt var einstaklingur með sjúkdóm í miðtaugakerfi lagður inn á sjúkrahús með flogakast og kippi, eftir að hafa reykt rafrettu. Stofnunin bendir á að ekki megi draga þá ályktun að þessi lyf séu hættulegri en önnur og að ekki hafi verið sýnt fram á að þau hafi orsakað framagreind einkenni í þessum tilfellum. Fyrir utan tilkynningarnar sem vörðuðu bóluefnið og rafrettuna er tilsvarandi einkenna þó getið sem þekktra aukaverkana í opinberum lyfjatextum viðkomandi lyfja. Opinberir lyfjatextar eru svokölluð samantekt á eiginleikum lyfs, sem ætluð er heilbrigðisstarfsfólki, og fylgiseðilinn sem í pakkningu lyfsins. Lyfjastofnun minnir á mikilvægi þess að hafa viðbúinn ávinning meðferðar ætíð í huga þegar lagt er mat hugsanlega áhættu. Í svari stofnunarinnar segir jafnframt: „Ef fram koma óþægindi á meðan einstaklingur er að nota lyf er alls ekki öruggt að þau séu vegna lyfsins. Það er þó mikilvægt að sjúklingar segi læknum sínum frá slíku og læknir getur tilkynnt Lyfjastofnun um óþægindi sem talin eru geta tengst lyfinu. Það eru þó ekki aðeins læknar sem geta tilkynnt um mögulegar aukaverkanir lyfja, það geta í raun allir gert. Það er mikilvægt að lyfjayfirvöld fái slíkar tilkynningar, einkum ef um alvarleg einkenni er að ræða. Á heimasíðu Lyfjastofnunar eru leiðbeiningar og rafræn eyðublöð til að nota við tilkynningar ef grunur er um aukaverkanir lyfja.“ Dæmi um ráðstafanir sem oft er gripið til eru breyttar ráðleggingar um notkun lyfsins. „Ef lyfjayfirvöldum þykir nauðsynlegt að læknar og sjúklingar fái upplýsingar umfram þær sem eru í opinberum lyfjatextum geta þau farið fram á viðbótaraðgerðir til að lágmarka áhættu. Dæmi um slíkar aðgerðir er útgáfa sérstakra bréfa fyrir lækna eða fræðsluefnis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga,“segir í svari Lyfjastofnunar. Í einstaka tilfellum kemur fyrir að nýjar upplýsingar um fjölda eða alvarleika aukaverkana leiði til þess að taka þurfi lyf af markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Rafrettur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira