Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2016 13:16 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00