„Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 1. apríl 2016 10:13 Maslor Tafa berst fyrir því að vera á Íslandi áfram ásamt fjölskyldu sinni. Vísir/Vilhelm Malsor Tafa er 29 ára Kósóvói, prófessor í landafræði, nýbakaður faðir og alþjóðlegur meistari í taekwondo sem hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Hann og eiginkona hans flúðu land sitt vegna pólitískra aðstæðna í desember árið 2014 og komu hingað. Hann sótti um hæli á Íslandi en þegar í ljós kom sérkunnátta hans í taekwondo sótti lögmaður hans um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaþátttöku. Þá var óskað eftir því að hann og fjölskylda hans fengi að vera hér á meðan Útlendingastofnun afgreiddi þá umsókn. Samkvæmt útlendingalögum mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra nema að sérstakar ástæður séu til staðar. Útlendingastofnun neitaði honum að vera hér á umsóknartíma. Eiginkonu hans og hálfs árs gömlum syni hafa ekki borist neinar tilkynningar um stöðu þeirra. „Þau hafa sagt mér að fara en ekki þeim. Það er eins og þeir vilji slíta fjölskyldu mína í sundur. Það getur ekki verið löglegt,“ segir Maslor. „Við fáum ekkert að vita um hvað ég þarf að vera lengi í burtu eða hvort ég megi yfir höfuð koma til baka.“ Malsor segir ómögulegt fyrir fjölskylduna að ferðast aftur til Kosovo. Hann segir að þar hafi þau ekki í nein hús að venda, fjárhagsstaða þeirra sé mjög slök þar sem hann hafi misst atvinnuleyfið hér við synjunina í desember og auk þess gæti ferðalagið reynst þeim hættulegt þar sem sonur hans hafi ekki þau skilríki sem til þurfi. Lögmaður hans, Helga Vala Helgadóttir, kærði niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar á grundvelli viðkvæmrar stöðu fjölskyldunnar. Þau bíða enn svars en Malsor hefur leyfi til þess að vera hér á meðan kærunefndin fer yfir málið.Malsor var meðlimur í stjórnarráði Taekwondo sambandsins í Kosovo og keppti á fjölda keppnum.Vísir/EinkasafnTKÍ í uppnámiEn það eru ekki bara þau hjón sem vilja fá dvalarleyfi fyrir Malsor á Íslandi á grundvelli íþróttaiðkunar. Síðasta árið eða svo hafa formenn Taekwondosambands Íslands (TKÍ), sem og íþróttafélög sem bjóða upp á sportið hér á landi, sent bréf til Útlendingarstofnunar til þess að ítreka hve mikilvæg vera hans á Íslandi er fyrir íþróttina. Malsor er með alþjóðaréttindi sem dómari og kennari. Aðeins einn annar hefur sömu réttindi hérlendis. Hann hefur því verið fenginn til þess að starfa á öllum þeim mótum sem sambandið hefur haldið frá því að hann byrjaði að starfa hér sem dómari. Haukur Skúlason, formaður TKÍ, sagði í bréfi sínu til Útlendingastofnunar að hann væri mikilvægur hlekkur fyrir sambandið sem vinnur nú að því að senda í fyrsta skipti íslenska þátttakendur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár. Hingað til hefur Malsor sinnt dómgæslu í sjálfboðavinnu en TKÍ hefur lýst yfir áhuga að setja hann á launaskrá. „Þegar ég hafði atvinnuleyfi vann ég eins mikið og ég gat fyrir TKÍ og tvær ferðaþjónustur til viðbótar. Ég óttast að ég missi þessar vinnur ef ég verð látinn fara. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað.“Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnAlþjóðlegur dómari sem kemst ekki neittMalsor er reglulega boðin vinna erlendis við að dæma á mótum en hefur ekki getað það vegna réttarstöðu sinnar innan íslenska kerfisins. Hann dreymir um að geta kennt sjálfsvarnaríþróttina á Íslandi en fyrir komuna hingað starfaði hann m.a. sem taekwondo þjálfari í Kósóvó í fimm ár. „Ég er að læra íslensku en ég á langt í land, enda er þetta frekar erfitt tungumál,“ segir taekwondo-meistarinn og brosir. „Mig langar til þess að stofna minn eigin klúbb hérna þegar ég er búinn að læra íslensku. Ég vil endilega vinna með börnum“. Spurður af hverju þau hafi valið að koma til Íslands svarar hann einfaldlega; „Ég er landafræðingur! Af hverju heldur þú?“ Lögfræðingi Malsor finnst undarlegt hversu langan tíma tekur að vinna úr málinu. Fréttastofa hefur heimildir um tilfelli þar sem íþróttamenn í svipaðri stöðu hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga eftir afgreiðslu sem leiddu í þeim tilvikum að samþykkt. Einnig eru fordæmi fyrir því að ríkisborgararéttur hafi verið afgreiddur á nokkrum dögum fyrir íþróttamenn. Í þeim tilfellum hefur annað hvort verið um fótbolta- eða handboltamenn að ræða. Flóttamenn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Malsor Tafa er 29 ára Kósóvói, prófessor í landafræði, nýbakaður faðir og alþjóðlegur meistari í taekwondo sem hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Hann og eiginkona hans flúðu land sitt vegna pólitískra aðstæðna í desember árið 2014 og komu hingað. Hann sótti um hæli á Íslandi en þegar í ljós kom sérkunnátta hans í taekwondo sótti lögmaður hans um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaþátttöku. Þá var óskað eftir því að hann og fjölskylda hans fengi að vera hér á meðan Útlendingastofnun afgreiddi þá umsókn. Samkvæmt útlendingalögum mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra nema að sérstakar ástæður séu til staðar. Útlendingastofnun neitaði honum að vera hér á umsóknartíma. Eiginkonu hans og hálfs árs gömlum syni hafa ekki borist neinar tilkynningar um stöðu þeirra. „Þau hafa sagt mér að fara en ekki þeim. Það er eins og þeir vilji slíta fjölskyldu mína í sundur. Það getur ekki verið löglegt,“ segir Maslor. „Við fáum ekkert að vita um hvað ég þarf að vera lengi í burtu eða hvort ég megi yfir höfuð koma til baka.“ Malsor segir ómögulegt fyrir fjölskylduna að ferðast aftur til Kosovo. Hann segir að þar hafi þau ekki í nein hús að venda, fjárhagsstaða þeirra sé mjög slök þar sem hann hafi misst atvinnuleyfið hér við synjunina í desember og auk þess gæti ferðalagið reynst þeim hættulegt þar sem sonur hans hafi ekki þau skilríki sem til þurfi. Lögmaður hans, Helga Vala Helgadóttir, kærði niðurstöðu Útlendingastofnunar til kærunefndar á grundvelli viðkvæmrar stöðu fjölskyldunnar. Þau bíða enn svars en Malsor hefur leyfi til þess að vera hér á meðan kærunefndin fer yfir málið.Malsor var meðlimur í stjórnarráði Taekwondo sambandsins í Kosovo og keppti á fjölda keppnum.Vísir/EinkasafnTKÍ í uppnámiEn það eru ekki bara þau hjón sem vilja fá dvalarleyfi fyrir Malsor á Íslandi á grundvelli íþróttaiðkunar. Síðasta árið eða svo hafa formenn Taekwondosambands Íslands (TKÍ), sem og íþróttafélög sem bjóða upp á sportið hér á landi, sent bréf til Útlendingarstofnunar til þess að ítreka hve mikilvæg vera hans á Íslandi er fyrir íþróttina. Malsor er með alþjóðaréttindi sem dómari og kennari. Aðeins einn annar hefur sömu réttindi hérlendis. Hann hefur því verið fenginn til þess að starfa á öllum þeim mótum sem sambandið hefur haldið frá því að hann byrjaði að starfa hér sem dómari. Haukur Skúlason, formaður TKÍ, sagði í bréfi sínu til Útlendingastofnunar að hann væri mikilvægur hlekkur fyrir sambandið sem vinnur nú að því að senda í fyrsta skipti íslenska þátttakendur á Ólympíuleikana eftir fjögur ár. Hingað til hefur Malsor sinnt dómgæslu í sjálfboðavinnu en TKÍ hefur lýst yfir áhuga að setja hann á launaskrá. „Þegar ég hafði atvinnuleyfi vann ég eins mikið og ég gat fyrir TKÍ og tvær ferðaþjónustur til viðbótar. Ég óttast að ég missi þessar vinnur ef ég verð látinn fara. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað.“Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnAlþjóðlegur dómari sem kemst ekki neittMalsor er reglulega boðin vinna erlendis við að dæma á mótum en hefur ekki getað það vegna réttarstöðu sinnar innan íslenska kerfisins. Hann dreymir um að geta kennt sjálfsvarnaríþróttina á Íslandi en fyrir komuna hingað starfaði hann m.a. sem taekwondo þjálfari í Kósóvó í fimm ár. „Ég er að læra íslensku en ég á langt í land, enda er þetta frekar erfitt tungumál,“ segir taekwondo-meistarinn og brosir. „Mig langar til þess að stofna minn eigin klúbb hérna þegar ég er búinn að læra íslensku. Ég vil endilega vinna með börnum“. Spurður af hverju þau hafi valið að koma til Íslands svarar hann einfaldlega; „Ég er landafræðingur! Af hverju heldur þú?“ Lögfræðingi Malsor finnst undarlegt hversu langan tíma tekur að vinna úr málinu. Fréttastofa hefur heimildir um tilfelli þar sem íþróttamenn í svipaðri stöðu hafi einungis þurft að bíða í um tíu daga eftir afgreiðslu sem leiddu í þeim tilvikum að samþykkt. Einnig eru fordæmi fyrir því að ríkisborgararéttur hafi verið afgreiddur á nokkrum dögum fyrir íþróttamenn. Í þeim tilfellum hefur annað hvort verið um fótbolta- eða handboltamenn að ræða.
Flóttamenn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira