Hver er söguhetja Game of Thrones? Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2016 12:30 Vísir Jafnt aðdáendur sem fræðimenn hafa um árabil reynt að komast til botns í því hver söguhetja A Song of Ice and Fire sé. Þættirnir Game of Thrones eru byggðir á bókaröðinni. Líklegar hetjur hafa átt það til að deyja fyrir aldur fram og aðilar sem byrjuðu sem „vondir karlar“ jafnvel farnir að líta út sem hetjur. Nú eru fimm bækur og þáttaraðir komnar út og enginn virðist nokkru nær um hver eða hverjar söguhetjurnar eru. Eða hvað?Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar.Einhverjir vilja ef til vill láta staðar numið hér.Síðasti séns.Fyrsti vonarneistinn Þegar Sean Bean birtist í fyrsta sinn á skjáum heimsins í hlutverki Eddard Stark gerðu margir sér grein fyrir því að þar væri söguhetja Game of Thrones þáttanna komin. Hlutverk hans væri að berjast gegn „vondu körlunum“ norður af veggnum. Ned lenti svo í smá vandræðum í Kings Landing og útlitið varð svart. Bakvið luktar dyr í höfuðborg Westeros var hins vegar samið um að Ned myndi játa á sig tilbúna glæpi og vera sendur í útlegð til Veggsins. Það var svo sem skiljanlegt þar sem hann væri þá í góðri stöðu til að berjast gegn uppvakningunum. Joffrey Baratheon og Ser Ilyn Payne gerðu þó út um það og eftir stóðu gáttaðir og vonsviknir áhorfendur.Konungur norðursins „Jæja, það verður þó gaman að fylgjast með Khal Drogo og Daenerys.“ Ímynda ég mér að margir hafi hugsað sér. Töffarinn Khal Drogo kvaddi okkur þó einnig, eftir að hafa fengið sýkingu í tiltölulega smávægilegt sár.Robb Stark, sonur Ned, virtist taka að sér hlutverk söguhetju þáttanna sem og bókanna um skeið. Hann lýsti yfir stríði vegna sviplegs andláts föður síns. Robb tapaði ekki orrustu, sótti hart gegn Lannister fjölskyldunni og gerði sig að konungi norðursins og var sá fyrsti frá því að Torrhen Stark gafst upp fyrir Aegon Targaryen. Elsti sonur Eddard Stark fann ástina og gifti sig. Skömmu seinna var áhrifamesta fólki norðursins, áhorfendum og lesendum boðið til annars brúðkaups. Mikil hamingja blasti við öllum, en nei. Hamingja á sér ekki stað í söguheimi A Song of Ice and Fire. Spjótin beinast nú að mestu að þremur karakterum. Daenerys Targaryan, Tyrion Lannister og Jon Snow. Síðast þegar við vissum af þeim voru þau þó öll í vandræðum. Mis miklum vandræðum reyndar. Daenerys er í haldi Dothraki stíðsmanna og er á leið til borgarinnar Vaes Dothrak sem þræll. Tyrion neyðist til að taka við stjórninni í Meereen í fjarveru Daenerys. Hann er í ókunnugri borg og er umkringdur óvinum sem nefnast Sons of the Harpy. Síðast þegar við sáum Jon Snow hafði hann verið stunginn margsinnis af bræðrum sínum í Nights Watch og virtist vera dáinn.Stærðfræðiprófessorinn Andrew J. Beveridge og Jie Shan tóku nýlega upp á því að reyna að beita stærðfræði til að komast að því hver söguhetja bókanna væri í raun og veru. Þeir skrásettu söguhetjur þriðju bókarinnar, A Storm of Swords, og tengsl þeirra við aðra karaktera. Karakterarnir fengu stig þegar nöfn tveggja komu fyrir með minna en fimmtán orð á milli. Þá fengu þeir missmörg stig eftir því hve nálægt þau voru hvort öðru í Westeros. Niðurstaða þeirra, sem heitir Network of Thrones, var nýverið birt í tímaritinu Math Horizons. Við greininguna notuðust þeir Beveridge og Shan meðal annars við aðferðir úr hagfræði, félagsfræði og tölvunarfræði. Niðurstaðan varð myndin hér að neðan sem sýnir nokkurs konar tengslanet þriðju bókarinnar. Samkvæmt henni er Tyrion mikilvægasti karakter bókarinnar, stærðfræðilega séð. Hafa verður þó í huga að Daenerys kemur verr út í þessari rannsókn vegna fjarlægðar sinnar frá Westeros og flestum karakterum bókanna.Á eftir Tyrion kemur Jon Snow og þar á eftir Sansa Stark. Síðast þegar við sáum Sönsu stökk hún af veggjum Winterfell með Theon Greyjoy, eða Reek. Hver kafli bókanna er sagður frá sjónarhorni eins karakters og sé litið til þess hve marga köflum sé varið í umfjöllun um karaktera er Tyrion Lannister einnig hæstur. Hann er með 49. Jon Snow er með 42. Arya Stark er með 34 og Daenerys Targaryen er með 31. Bókin The Winds of Winter, sem er ekki enn komin út, er tekin með í reikninginn. Það er þeir kaflar sem búið er að staðfesta. Af þeim er Tyrion með tvo og bæði Sansa og Arya með einn.Drekinn hefur þrjú höfuð Ein vinsælasta kenning aðdáenda kallast „The Dragon Has Three Heads“. Hún snýr að því að Daenerys á þrjá dreka og það þurfi þrjár hetjur til að ríða þeim í orrustu. Augljóslega er hún einn af þeim þremur, en hverjir eru hinir? Þar kemur enginn annar en hinn liðni Jon Snow sterklega til greina. Líklegt þykir að hann sé í raun ekki óskilgetinn sonur Eddar Stark, heldur sonur Lyanna Stark, systur Eddard, og Rhaegar Targaryan.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Vitað er að Rhaegar og Lyanna voru saman á stað sem nefnist Tower of Joy. Svo virðist sem að Lyanna hafi verið fangi í turninum, en samkvæmt kenningunni R+L=J var hún ekki fangi, heldur elskuhugi Rhaegar og eignuðust þau barn saman. Þannig að auk þess að vera Vargur og geta stýrt dýrum með huganum, er Jon Snow mögulega einnig Targaryan. Hins vega gæti hann bara verið dauður. Annar sem kemur til greina er Aegon Targaryen, en það þykir ekki líkleg kenning miðað við að hann kemur ekkert fyrir í þáttunum. Einungis í bókunum. Bran Stark kemur einnig til greina. Hann getur ekki gengið, en hann er Vargur og allt frá fyrsta þætti hefur honum verið lofað að hann muni fljúga. Þriðja höfuð drekans er þó mögulega Tyrion Lannister. Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé í raun ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna.Tyrion Targaryen Mögulega er Tyrion sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða, og þar með bróðir Daenerys. Tywin Lannister segir við Tyrion í bók tvö að þar sem hann geti ekki sannað að Tyrion sé ekki sonur sinn megi hann nota Lannister nafnið. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Allar þessar vangaveltur eru þó líklega óþarfar. Þar sem George R.R. Martin mun án efa koma okkur öllum á óvart. Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Maisie Williams um örlög Jon Snow Spoiler viðvörun. 19. janúar 2016 22:15 Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51 Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45 Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jafnt aðdáendur sem fræðimenn hafa um árabil reynt að komast til botns í því hver söguhetja A Song of Ice and Fire sé. Þættirnir Game of Thrones eru byggðir á bókaröðinni. Líklegar hetjur hafa átt það til að deyja fyrir aldur fram og aðilar sem byrjuðu sem „vondir karlar“ jafnvel farnir að líta út sem hetjur. Nú eru fimm bækur og þáttaraðir komnar út og enginn virðist nokkru nær um hver eða hverjar söguhetjurnar eru. Eða hvað?Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og A Song of Ice and Fire bókunum. Þar að auki verða teknar fyrir nokkrar kenningar og vangaveltur um framvindu sögunnar.Einhverjir vilja ef til vill láta staðar numið hér.Síðasti séns.Fyrsti vonarneistinn Þegar Sean Bean birtist í fyrsta sinn á skjáum heimsins í hlutverki Eddard Stark gerðu margir sér grein fyrir því að þar væri söguhetja Game of Thrones þáttanna komin. Hlutverk hans væri að berjast gegn „vondu körlunum“ norður af veggnum. Ned lenti svo í smá vandræðum í Kings Landing og útlitið varð svart. Bakvið luktar dyr í höfuðborg Westeros var hins vegar samið um að Ned myndi játa á sig tilbúna glæpi og vera sendur í útlegð til Veggsins. Það var svo sem skiljanlegt þar sem hann væri þá í góðri stöðu til að berjast gegn uppvakningunum. Joffrey Baratheon og Ser Ilyn Payne gerðu þó út um það og eftir stóðu gáttaðir og vonsviknir áhorfendur.Konungur norðursins „Jæja, það verður þó gaman að fylgjast með Khal Drogo og Daenerys.“ Ímynda ég mér að margir hafi hugsað sér. Töffarinn Khal Drogo kvaddi okkur þó einnig, eftir að hafa fengið sýkingu í tiltölulega smávægilegt sár.Robb Stark, sonur Ned, virtist taka að sér hlutverk söguhetju þáttanna sem og bókanna um skeið. Hann lýsti yfir stríði vegna sviplegs andláts föður síns. Robb tapaði ekki orrustu, sótti hart gegn Lannister fjölskyldunni og gerði sig að konungi norðursins og var sá fyrsti frá því að Torrhen Stark gafst upp fyrir Aegon Targaryen. Elsti sonur Eddard Stark fann ástina og gifti sig. Skömmu seinna var áhrifamesta fólki norðursins, áhorfendum og lesendum boðið til annars brúðkaups. Mikil hamingja blasti við öllum, en nei. Hamingja á sér ekki stað í söguheimi A Song of Ice and Fire. Spjótin beinast nú að mestu að þremur karakterum. Daenerys Targaryan, Tyrion Lannister og Jon Snow. Síðast þegar við vissum af þeim voru þau þó öll í vandræðum. Mis miklum vandræðum reyndar. Daenerys er í haldi Dothraki stíðsmanna og er á leið til borgarinnar Vaes Dothrak sem þræll. Tyrion neyðist til að taka við stjórninni í Meereen í fjarveru Daenerys. Hann er í ókunnugri borg og er umkringdur óvinum sem nefnast Sons of the Harpy. Síðast þegar við sáum Jon Snow hafði hann verið stunginn margsinnis af bræðrum sínum í Nights Watch og virtist vera dáinn.Stærðfræðiprófessorinn Andrew J. Beveridge og Jie Shan tóku nýlega upp á því að reyna að beita stærðfræði til að komast að því hver söguhetja bókanna væri í raun og veru. Þeir skrásettu söguhetjur þriðju bókarinnar, A Storm of Swords, og tengsl þeirra við aðra karaktera. Karakterarnir fengu stig þegar nöfn tveggja komu fyrir með minna en fimmtán orð á milli. Þá fengu þeir missmörg stig eftir því hve nálægt þau voru hvort öðru í Westeros. Niðurstaða þeirra, sem heitir Network of Thrones, var nýverið birt í tímaritinu Math Horizons. Við greininguna notuðust þeir Beveridge og Shan meðal annars við aðferðir úr hagfræði, félagsfræði og tölvunarfræði. Niðurstaðan varð myndin hér að neðan sem sýnir nokkurs konar tengslanet þriðju bókarinnar. Samkvæmt henni er Tyrion mikilvægasti karakter bókarinnar, stærðfræðilega séð. Hafa verður þó í huga að Daenerys kemur verr út í þessari rannsókn vegna fjarlægðar sinnar frá Westeros og flestum karakterum bókanna.Á eftir Tyrion kemur Jon Snow og þar á eftir Sansa Stark. Síðast þegar við sáum Sönsu stökk hún af veggjum Winterfell með Theon Greyjoy, eða Reek. Hver kafli bókanna er sagður frá sjónarhorni eins karakters og sé litið til þess hve marga köflum sé varið í umfjöllun um karaktera er Tyrion Lannister einnig hæstur. Hann er með 49. Jon Snow er með 42. Arya Stark er með 34 og Daenerys Targaryen er með 31. Bókin The Winds of Winter, sem er ekki enn komin út, er tekin með í reikninginn. Það er þeir kaflar sem búið er að staðfesta. Af þeim er Tyrion með tvo og bæði Sansa og Arya með einn.Drekinn hefur þrjú höfuð Ein vinsælasta kenning aðdáenda kallast „The Dragon Has Three Heads“. Hún snýr að því að Daenerys á þrjá dreka og það þurfi þrjár hetjur til að ríða þeim í orrustu. Augljóslega er hún einn af þeim þremur, en hverjir eru hinir? Þar kemur enginn annar en hinn liðni Jon Snow sterklega til greina. Líklegt þykir að hann sé í raun ekki óskilgetinn sonur Eddar Stark, heldur sonur Lyanna Stark, systur Eddard, og Rhaegar Targaryan.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Vitað er að Rhaegar og Lyanna voru saman á stað sem nefnist Tower of Joy. Svo virðist sem að Lyanna hafi verið fangi í turninum, en samkvæmt kenningunni R+L=J var hún ekki fangi, heldur elskuhugi Rhaegar og eignuðust þau barn saman. Þannig að auk þess að vera Vargur og geta stýrt dýrum með huganum, er Jon Snow mögulega einnig Targaryan. Hins vega gæti hann bara verið dauður. Annar sem kemur til greina er Aegon Targaryen, en það þykir ekki líkleg kenning miðað við að hann kemur ekkert fyrir í þáttunum. Einungis í bókunum. Bran Stark kemur einnig til greina. Hann getur ekki gengið, en hann er Vargur og allt frá fyrsta þætti hefur honum verið lofað að hann muni fljúga. Þriðja höfuð drekans er þó mögulega Tyrion Lannister. Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé í raun ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna.Tyrion Targaryen Mögulega er Tyrion sonur Aerys II Targaryen, hins brjálaða, og þar með bróðir Daenerys. Tywin Lannister segir við Tyrion í bók tvö að þar sem hann geti ekki sannað að Tyrion sé ekki sonur sinn megi hann nota Lannister nafnið. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Allar þessar vangaveltur eru þó líklega óþarfar. Þar sem George R.R. Martin mun án efa koma okkur öllum á óvart. Sjötta þáttaröð Game of Thrones hefst á HBO aðfaranótt mánudagsins 25. apríl. Þættirnir verða sýndir samtímis á Stöð 2. Þá er hægt að nálgast fyrri þáttaraðir á Stöð 2 maraþon.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Maisie Williams um örlög Jon Snow Spoiler viðvörun. 19. janúar 2016 22:15 Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51 Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45 Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Game of Thrones: Svona var orrustan við Hardhome tekin upp Orrustan við Hardhome, eða slátrunin, er eitt af umtöluðustu atriðum Game of Thrones þáttanna frá upphafi þeirra. 5. júní 2015 11:51
Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow George RR Martin er ekki sá eini sem veit svarið við einni stærstu ráðgátu Westeros. 28. ágúst 2015 13:45
Game of Thrones: Hver er konungur næturinnar? Óvinurinn leit dagsins ljós í nýjasta þætti Game of Thrones. 2. júní 2015 15:45