Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 14:16 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talaði um mótmælin undanfarið í yfirlýsingu VÍSIR Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56