Missir þú sjónar á Gigi Hadid? Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 13:40 BMW er að setja M2 sportbíl sinn á markað og hefur í því tilefni sent frá sér þessa stiklu sem skartar þokkadísinni Gigi Hadid. Í henni eru áhorfendur hvattir til að fylgjast með för hennar út auglýsinguna og þeim sem ekki tekst að finna út úr því hvar hún er í enda hennar eru líklega of uppteknir við að horfa á BMW M2 glæsikerrurnar. Í stiklunni stígur Gigi Hadid uppí einn af þessum fimm M2 bílum og ekur af stað ásamt hinum fjórum. Eftir heilmikinn akstur bílanna á akstursbraut eiga áhorfendur síðan að finna útúr í hverjum þeirra Gigi Hadid er enn undir stýri. Þetta getur reynst erfitt og aðeins hægt að prófa með því að horfa á myndskeiðið hér að ofan. Leikstjóri Quantum of Solace, Marc Forster og kvikmyndatökumaður Avatar, Mauro Fiore unnu að gerð þessarar stiklu, enda vandað til verks hér. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent
BMW er að setja M2 sportbíl sinn á markað og hefur í því tilefni sent frá sér þessa stiklu sem skartar þokkadísinni Gigi Hadid. Í henni eru áhorfendur hvattir til að fylgjast með för hennar út auglýsinguna og þeim sem ekki tekst að finna út úr því hvar hún er í enda hennar eru líklega of uppteknir við að horfa á BMW M2 glæsikerrurnar. Í stiklunni stígur Gigi Hadid uppí einn af þessum fimm M2 bílum og ekur af stað ásamt hinum fjórum. Eftir heilmikinn akstur bílanna á akstursbraut eiga áhorfendur síðan að finna útúr í hverjum þeirra Gigi Hadid er enn undir stýri. Þetta getur reynst erfitt og aðeins hægt að prófa með því að horfa á myndskeiðið hér að ofan. Leikstjóri Quantum of Solace, Marc Forster og kvikmyndatökumaður Avatar, Mauro Fiore unnu að gerð þessarar stiklu, enda vandað til verks hér.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent