Audi SQ7 í aðalhlutverki í Captain America Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 12:22 Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent