Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. vísir/ernir 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00