Conor McGregor hringsólaði í kringum íslenskan aðdáanda og vísaði til Kanye West Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2016 10:54 Conor og Tómas á Vegamótastígnum í gærkvöldi. Mynd af Twitter-síðu Tómasar Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT
Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45