Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Sérfræðingar munu rýna í stöðuna í aðdraganda fundarins en ekkert hefur komið fram um efni fundarins. Forsetaritari vildi ekki útiloka að tilefni fundarins væri forsetaframboð Ólafs Ragnars.
Aukafréttatími Stöðvar 2 hefst klukkan 16.
