Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:04 Kim og Kanye á veitingastaðnum í Friðheimum. Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í morgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og fylgdist Vísir með eins og sjá má hér að neðan. Uppfært klukkan 19:51: Ferðalangarnir frægu eru greinilega að fara Gullna hringinn, líkt og flestir ferðamenn gera sem koma hingað til lands. Fyrir skömmu birtu þær Kim og Kourtney myndir og myndbönd frá Gullfossi og virtist Kim yfir sig hrifin þegar hún hrópaði upp yfir sig "This is gorgeous!" Uppfært klukkan 19:23: Kimye og föruneyti fóru frá Friðheimum að Geysi í Haukadal. Þar freista þau þess að sjá Strokk gjósa en af Snapchat að dæma virðist þeim vera nokkuð kalt enda er veðrið í dag ekki með besta móti, mjög hvasst og kalt. ICELAND pic.twitter.com/5SHEMR6DoY— Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) April 17, 2016 Kourtney, Simon, Jonathan and Nicole at the Gullfoss Waterfall in Iceland today pic.twitter.com/S8IsjifuWe— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Kourtney and Jonathan in Iceland#Geyser pic.twitter.com/BWWmhSnf6j— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016 Uppfært klukkan 18:50: Kanye og Kim virðast hafa kunnað vel við sig á Friðheimum þar sem þau gæddu sér ekki bara á tómatsúpu heldur einnig á tómataís, tómatakaffi, tómataböku og tómataostaköku. Þau eru nú farin frá Friðheimum samkvæmt Snapchat en ekki liggur fyrir hvert þau fara næst.Kanye at Friðheimar tomato farm in Icelandpic.twitter.com/NcuV1PMdhz— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. Bæði Kim og Jonathan Cheban, vinur þeirra, hafa birt myndir og myndbönd á samfélagsmiðlinum af sér í Friðheimum. Jonathan er með þeim hér auk Kourtney, systur Kim. Friðheimar eru skammt frá Selfossi en þar er bæði gróðurhús þar sem ræktaðir eru tómatar og veitingastaður. Á Snapchat Kim sést hún einmitt bragða sér á tómatsúpu á veitingastaðnum en þegar Vísir hafði samband við Friðheima vildi sá sem svaraði í símann ekkert segja um heimsókn stjarnanna. Þau Kim og Kanye eru óumdeilanlega einir frægustu einstaklingar og hjón heims. Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs. Vísir hvetur lesendur til að senda myndir af skötuhjúunum og fylgdarliði í gegnum Facebook-síðu Vísis eða á netfangið ritstjorn@visir.is.Kim posted a video with Kanye and Jonathan on Snapchat#Iceland pic.twitter.com/mnOJsL8gwO— Kardashian Pedia (@Kardashianpedia) April 17, 2016
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Kim og Kanye eru komin Skötuhjúin lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun. 17. apríl 2016 09:16 Kim og Kanye dvelja á 101 Stoppuðu stutt við og eru farin út úr húsi. 17. apríl 2016 16:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið