Hendurnar hans Ásmundar hafa mótað margt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 09:15 „Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma; hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Elín. Vísir/Anton Brink Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira