Fyrsta stiklan úr Doctor Strange býður upp á yfirskilvitlegan veruleika Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2016 15:50 Benedict Cumberbatch í hlutverki Doctor Strange. YouTube Hér er fyrsta sýnishornið úr myndinni Doctor Strange sem er væntanleg í kvikmyndahús í lok október næstkomandi. Doctor Strange er úr myndasagnaheimi Marvel og verður hluti af Avengers-heiminum þar sem hann mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn. Í myndasagnaheimi Marvel heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist síðar í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Með hlutverk Doctor Strange fer breski leikarinn Benedict Cumberbatch en Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson.Marvel hafði lofað að Doctor Strange yrði töluvert öðruvísi en aðrar myndir í ofurhetjuheimi myndasögufyrirtækisins og ber stiklan þess merki. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu myndirnar af Benedict Cumberbatch sem Dr. Strange Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly. 28. desember 2015 17:45 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hér er fyrsta sýnishornið úr myndinni Doctor Strange sem er væntanleg í kvikmyndahús í lok október næstkomandi. Doctor Strange er úr myndasagnaheimi Marvel og verður hluti af Avengers-heiminum þar sem hann mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn. Í myndasagnaheimi Marvel heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist síðar í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Með hlutverk Doctor Strange fer breski leikarinn Benedict Cumberbatch en Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson.Marvel hafði lofað að Doctor Strange yrði töluvert öðruvísi en aðrar myndir í ofurhetjuheimi myndasögufyrirtækisins og ber stiklan þess merki.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu myndirnar af Benedict Cumberbatch sem Dr. Strange Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly. 28. desember 2015 17:45 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sjáðu fyrstu myndirnar af Benedict Cumberbatch sem Dr. Strange Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly. 28. desember 2015 17:45