Samfylkingin vill banna ríkisstjórninni að selja fjármálafyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 13:06 Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira