Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2016 11:14 Málið er annað tveggja sem snýr að lögreglumönnum tengdum fíkniefnadeildinni. Hitt málið snýr að lögreglufulltrúa sem kollegar gerðu athugasemdir við fyrir tæpu ári. Héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. Vísir/GVA Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Rannsókn ríkissaksóknara á meintum greiðslum frá aðila sem verið hefur til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu undanfarin ár til reynds rannsóknarlögreglumanns er langt á veg komin. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að rannsókn sé vel á veg komin. Reikna megi með því að ákvörðun um hvort ákært verði í málinu liggi fyrir fljótlega. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa þegið greiðslur og hinn aðilinn grunaður um að hafa borið fé á lögreglumann. Báðir neita sök.Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gvaFáheyrt gæsluvarðhald Málið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir en það heyrði til tíðinda þegar rannsóknarlögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok síðasta árs. Var hann í varðhaldi á Litla-Hrauni í viku, yfir áramótin. Daginn sem honum var sleppt var annar aðili, sem hlotið hefur dóm fyrir fíkniefnabrot og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni undanfarin ár, úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Fáheyrt er að lögreglumenn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafi það gerst áður er ljóst að síðan hafa liðið áratugir. Hvers vegna báðir aðilar voru ekki settir í varðhald á sama tíma heldur hvor á eftir öðrum vekur einnig athygli. Lykilatriðið í rannsókn málsins, og raunar kveikjan að málinu, er upptaka þar sem mennirnir ræða saman. Í samtalinu er minnst á peningaupphæð sem þykir renna stoðum undir að lögreglumaðurinn hafi þegið greiðslu frá hinum aðilanum.Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.Vísir/GVA„100 kall“ Samkvæmt heimildum Vísis sýnist sitt hverjum um það sem heyrist á upptökunum. Sá sem lögregla telur tengdan fíkniefnaheiminum minnist á upphæðina „100 kall“. Telja sumir það benda til þess að óeðlileg tengsl hafi verið á milli mannanna og peningagreiðslur átt sér stað. Á sama tíma segja aðrir upptökuna óskýra og þótt minnst sé á peningaupphæð sé það engin sönnun fyrir því að greiðslur hafi átt sér stað. Samtalið var tekið upp án vitundar rannsóknarlögreglumannsins samkvæmt heimildum Vísis. Í hvaða tilgangi liggur ekki fyrir en líklegt má telja að hinn aðilinn hafi viljað eiga slíka upptöku ef það gæti nýst honum síðar. Upptakan barst lögreglu og ríkissaksóknara í desember sem úrskurðaði í framhaldi báða aðila í gæsluvarðhald eins og minnst er á að framan. Því virðist hagur hins grunaða sem tók upp samtalið hafa verið lítill af því að upptakan barst í hendur lögreglu enda gæti hann verið ákærður innan tíðar. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu mennirnir verið í óformlegu upplýsingasambandi en þeir þekkjast frá því þeir stunduðu íþróttir saman.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48 Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. 7. janúar 2016 21:48
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52