NBA: San Antonio vann síðasta heimaleikinn og náði meti Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 07:15 San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira