Hörð barátta um kosningar á Alþingi Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan fundaði með forsætisráðherra án árangurs í gær. vísir/ernir „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Alþingi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira