Forsætisráðherra segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 15:08 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir það mikilvægt að Alþingi fari yfir þau lög og reglur sem gilda hér á landi varðandi lágskattaríki. Þá telur hann einnig mikilvægt að Ísland taki forystu meðal jafningja og sýni frumkvæði þegar kemur að aðgerðum gegn skattaskjólum, en þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar á þingi í dag. Ráðherrann vísaði svo í gríðarmikla umfjöllun erlendra miðla í liðinni viku um Ísland vegna Panama-skjalanna. „Orðspor landsins beið hnekki og í ljósi þess hversu margir einstaklingar og fyrirtæki voru í þessum gögnum þurfum við að gera sérstakt átak til að bæta ímynd okkar út á við,“ sagði forsætisráðherra en benti jafnframt á að hluti vandans væri aðeins kominn upp á yfirborðið í Panama-skjölunum. Alþjóðasamfélagið stæði því frammi fyrir stærra vandamáli þegar kæmi að lágskattaríkjum og aflandsfélögum. Í gær var greint frá samantekt utanríkisráðuneytisins varðandi umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland seinustu vikuna en þar kom fram að að mati ráðuneytisins hefði ímynd og orðspor Íslands til skemmri tíma litið ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir töluverða ágjöf. Of snemmt væri hins vegar að segja til um áhrif umfjöllunarinnar til lengri tíma litið. Í fyrirspurn sinni kallaði Árni Páll jafnframt eftir því að Sigurður Ingi gæfi það út hvenær kosningar yrðu í haust en ráðherrann svaraði því ekki heldur þakkaði stjórnarandstöðunni fyrir fund þeirra í morgun sem hann sagði hafa verið ágætan. „Ég upplifði það sem við höfum svo sem verið að ræða hér um áður á þingi að það er tortryggni og það er vandasamt að feta þá braut að treysta hvort öðru og tala saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði þörf á því að halda samtalinu við stjórnarandstöðuna áfram, fara þurfi yfir þau mál sem liggi fyrir þinginu og svo þurfi að ákveða kjördag.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53 Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Utanríkisráðuneytið hefur reynt að leggja mat á það hversu mikil áhrif erlend fjölmiðlaumfjöllun um Wintris-málið hefur haft á ímynd og orðspor Íslands. 11. apríl 2016 15:53
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. 12. apríl 2016 14:29