Sex hurða Audi A8 Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 11:32 Audi A8L af lengri gerðinni. Audi A8L er afskaplega stór lúxusbíll og vel fer um aftursætisfarþega hans í grunnútfærslu bílsins. Það hefur ekki komið í veg fyrir að Audi hefur framleitt eitt eintak bílsins í mikið lengdri útgáfu og gæti hann full eins fengið nafnið Audi A8XXL! Bíllinn er 6,36 metrar að lengd, hefur sæti fyrir 6 og hurð fyrir hvern farþega. Ekki er alveg ljóst hver kaupandinn á þessum bíl er en þó hefur heyrst að hann sé Haraldur Noregskonungur og að bíllinn verði notaður við hátíðarhöld í tilefni af 25 ára konungsdómi hans. Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan, öll 6 sætin snúa fram, eru sjálfstæð og úr vandaðasta Valcona leðri. Í öftustu sætaröðinni má horfa á sjónvarp á miðjusettum skjá og þar er einnig kælibox fyrir drykki. Vélin í bílnum er 3,0 lítra og 6 strokka, 310 hestöfl og dugar það þessum 2.418 kílóa bíl að komast á 100 km hraða á 7,1 sekúndu og ná 250 km hámarkshraða. Bíllinn stendur á 19 tommu álfelgum og bremsukerfið í honum er úr Audi S8.Glæsilegur að innan. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Audi A8L er afskaplega stór lúxusbíll og vel fer um aftursætisfarþega hans í grunnútfærslu bílsins. Það hefur ekki komið í veg fyrir að Audi hefur framleitt eitt eintak bílsins í mikið lengdri útgáfu og gæti hann full eins fengið nafnið Audi A8XXL! Bíllinn er 6,36 metrar að lengd, hefur sæti fyrir 6 og hurð fyrir hvern farþega. Ekki er alveg ljóst hver kaupandinn á þessum bíl er en þó hefur heyrst að hann sé Haraldur Noregskonungur og að bíllinn verði notaður við hátíðarhöld í tilefni af 25 ára konungsdómi hans. Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan, öll 6 sætin snúa fram, eru sjálfstæð og úr vandaðasta Valcona leðri. Í öftustu sætaröðinni má horfa á sjónvarp á miðjusettum skjá og þar er einnig kælibox fyrir drykki. Vélin í bílnum er 3,0 lítra og 6 strokka, 310 hestöfl og dugar það þessum 2.418 kílóa bíl að komast á 100 km hraða á 7,1 sekúndu og ná 250 km hámarkshraða. Bíllinn stendur á 19 tommu álfelgum og bremsukerfið í honum er úr Audi S8.Glæsilegur að innan.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent